Kæra Rannveig

Það hafa oft verið sagði hafnafjarðabrandarar um hvað hafnfirðingar geta verið vitlausir. Oft hefur verið hægt að hlæja að þessu en nú er málið graf alvarlegt og hafnfirðingar eru leynt og ljóst að reka bestu mjólkurkúnna úr bænum. Ég geri mér fulla grein fyrir því Rannveig að það er sárt fyrir þig að þurfa að pakka draslinu saman og flytja það burtu eins og margir hafnfirðingar og svo einhverjir sem kenna sig við náttúruvernd vilja. Ég hef búið á holtinu í Hafnafirði og þegar maður sér yfir verksmiðjuna hjá þér getur maður farið óhvíðinn að sofa á kvöldin því þá veit maður að peningar hrinja inn á tekkareikninginn hjá Hafnafjarðarbæ, sem gerir það kleyft að halda uppi velfrðar þjónustu.
Kæra Rannveig Mig langar til að hjálpa þér aðeins og eins og staðan er í dag Þá vil ég leggja það til þegar þú mætir í vinnuna á mánudaginn að gera eftirfarandi
1. Segja upp öllum sem hafa lögheimili í Hafnarfirði.
2. Segja upp öllum þjónustufyrirtækjum sem hafa lögheimili í Hafnarfirði.
3. Hætta að borga til Hafnafjarðabæjar á þeirri forsendu að það þurfi mikla peninga til að færa verksmiðjuna nokkra km utar á Reykjanes
Ef hafnfirðingar láta sér ekki segjast við þetta og halda áfram við að gera líf Verksmiðjunnar bærilegra þá er ekkert nema pakka saman og færa sig aðeins sunnar á nesið í Sveitafélagið Voga. Þá sitja hafnfirðingar uppi með raflínurnar en engar tekjur af álverinu og það minnir á bóndann sem slátraði kvígunni og setti nautið á

Þeir nátturuverndar sinnar sem hafa litið upp frá mótmælum til að lesa þetta er bent á að setja undir sig hausinn og hlaupa eins hratt og þeir geta á vegg Lifi þeir það af þá ættu þeir að geta skilið að það gleymdist að mótmæla lagningu nýrrar Reykjanesbrautar


mbl.is Rannveig Rist: Ákvörðun Landsvirkjunar vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki mjög gáfulegar ráðleggingar hjá þér.

1. Segja upp öllum starfsmönnum í Hfj.

Stéttarfélagið myndi fara í verkfall og lögsókn vegna brota á jafnréttislögum, hundruðir milljóna myndu svo fara í að þjálfa upp nýtt starfsfólk og minni afköst vegna þekkingarleysis myndu kosta líka.

2. Segja upp viðskiptum við birgja í Hfj.

Fyrirtæki eins og Alcan og allir sem hafa vit í kollinum hafa viðskipti við þá sem þeim líkar við og standast væntingar þeirra...að skipta um birgja vegna bæjarins sem þeir búa í eru slæmir viðskiptahættir sem myndu kosta Alcan peninga.

3. Hætta að borga Hfj.bæ

Hér toppar þú vitleysuna hjá þér....hætta að borga fasteignagjöld og láta sýslumann koma og loka fyrirtækinu og taka til uppboðs? 

Með þig sem forstjóra Alcan þá væru náttúruverndarsinnar óþarfi...þú myndir koma fyrirtækinu um koll á 5 mínutum.

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband