3.6.2007 | 18:10
Spikfeitur gjaldþrota öryrki
Spikfeitur gjaldþrota öryrki óskar eftir að giftast
Nú er Bacelor þættirnir byrjaðir aftur á skjá einum og margar konur sitja límdar við skjáinn og láta sig dreyma um hinn ítalska prins. Við það að sjá hann í fyrsta skipti virtust margar konur strax finna fyrir straumum og ætla sér að hreppa hnossið í lokin. En ég er hinsvegar að velta því fyrir mér hversvegna femínistar standa ekki með mótmælaspjöld við höfuðstöðvar skjá eins? Það má líkja þessu saman við að konur séu settar á stall og seldar, eins og var gert við þræla.
Eða er eitthvað annað sem býr að baki Er í lagi þó komið sé fram við konur eins og nautgripi ef maðurinn á nóg af peningum?
Þess vegna spyr ég hver margar vilja spikfeitan gjaldþrota öryrkja?
ps. Það er ekki verra ef hún kann sænsku
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.