30.4.2007 | 21:00
Þvílíkur brandari
Það held ég að verkalíðsforkólfar séu algerlega siðlausir. á morgun rennur upp sá dagur þegar þeir draga fjöldan með sér í kröfugöngu og þema morgundagsins er að útríma fátækt á Íslandi.
Hefur það ekki verið þeir sem hafa haft völdin þar í kjaraviðræðum? Þeir hafa samið um örfá prósent meðan aðrar stéttir semja um tugi of á hærri krónutölu? Það er ekki eins og þessir forkólfar þurfi að lifa á þeim launum sem þeir eru að semja um fyrir aðra og ég get ekki lagt fram þá tillögu annarstaðar en hér að verkalíðsforingjar hafi lægsta taxta sem þeir semja um fyrir aðra í eigin mánaðarlaun Þá fyrst getum við útrímt fátækt
Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heldurðu að verkalýðsforingjar sjá sér ekki hag í því að fólkið sem það er að reyna að semja fyrir fái tugprósentahækkun? Það að halda því fram að þeir séu með völd er fásinna.
Þeir reyna að semja upp eins og auðið er, en vita það þó að ef að þeir gerast of ágengir verða samin lög um stéttina sem bannar þeim að grípa til aðgerða.
Þú ættir að kynna þér notkun á stafnum 'ý'.
Smári McCarthy, 30.4.2007 kl. 21:39
Lægri stétt verður alltaf nauðsynleg samfélaginu, henni á ekki að reyna að útrýma. Annars trúi ég því að raunveruleg fátækt á Íslandi nái til 100 manns í mesta lagi. Hinsvegar er tilhneiging í dag til þess að flokka alla fátæka sem ekki eiga efni á flatskjáum eða tískufötum. Sá sem hefur þak yfir höfuðið og mat á borðinu er ekki fátækur, þetta eru fátæktarstaðlarnir sem hafa verið í flestum samfélögum í þúsundir ára. Ég trúi því að einstaklingurinn eigi að bera ábyrgð á eigin afkomu, ef ríkið starfar sem pottþétt öryggisnet þá minnkar það allan hvata í samfélaginu og þráðurinn að gefast upp verður styttri.
Geiri (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 22:50
Lægri stétt verður alltaf nauðsynleg samfélaginu, henni á ekki að reyna að útrýma. Annars trúi ég því að raunveruleg fátækt á Íslandi nái til 100 manns í mesta lagi. Hinsvegar er tilhneiging í dag til þess að flokka alla fátæka sem ekki eiga efni á flatskjáum eða tískufötum. Sá sem hefur þak yfir höfuðið og mat á borðinu er ekki fátækur, þetta eru fátæktarstaðlarnir sem hafa verið í flestum samfélögum í þúsundir ára. Ég trúi því að einstaklingurinn eigi að bera ábyrgð á eigin afkomu, ef ríkið starfar sem pottþétt öryggisnet þá minnkar það allan hvata í samfélaginu og þráðurinn að gefast upp verður styttri.
Geiri (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.