27.4.2007 | 16:30
Fröken Elísabet
Fyrir ekki svo mörgum árum var stofnað nýtt tryggingafélag sem fékk nafnið Elísabet. Hvaðan þessi nafngift kemur hef ég ekki hugmynd um. En megin markmiðið hjá þessu nýja tryggingafélagi er að bjóða lægri tryggingar á bifreiðum. Við getum öll klappað fyrir þessu nýja tryggingafélagi sem bíður tryggingar 32% (Samkvæmt eigin auglýsingu) lægra verði en stóru ljótu tryggingafélögin Sjóvá Vís og TM. Enn það sem vekur upp spurningar hjá mér er Fyrst Elísabet býður 32% lægra verð og er væntanlega ekki að tapa á þeim viðskiptum
Er þá TM sem er eigandi Elísabetar að okra á bíleigendum um 32%??????????
Hversvegna lækkaði TM tryggingarnar hjá sér ekki frekar um 32% heldur en að stofna nýtt tryggingafélag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.